Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 12:38 Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas. vísir/Pjetur Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér. Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.
Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19