Verðmunur á jólamat milli verslana nemur að meðaltali 35 prósentum. Verðkönnun ASÍ leiðir þetta í ljós. Mestur er verðmunur á grænmeti og ávöxtum en meðalverðmunur milli búða er 52 prósent.
Bónus var í flestum tilfellum með lægsta verðið eða í 54 prósentum tilfella. Næst á eftir kemur Krónan með lægsta verðið í 15 prósentum tilfella. Aftur á móti er Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 16 prósentum tilfella.
Af kjötvörum var mestur verðmunur á úrbeinuðu SS birkireyktu hangikjöti, eða 39 prósent, þar sem Bónus var með lægsta verðið. Þá var töluverður munur á konfekti og sælgæti en 1 kíló af Lindu konfekti er 41 prósenti ódýrari hjá Bónus en það er hjá Iceland, eða á 1.898 kr. á móti 2.999 kr.
Fjarðarkaup var með mesta vöruúrvalið, eða 89 af 90 vörum. Costco var með minnsta úrvalið, eða sjö vörur.
Tugprósenta verðmunur á jólakræsingum
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
