Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2017 19:00 Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira