VW Arteon R verður 404 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 09:46 Volkswagen Arteon verður í boði með 404 hestafla vél. Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent
Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent