VW Arteon R verður 404 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 09:46 Volkswagen Arteon verður í boði með 404 hestafla vél. Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent