Flugvirkjar óttast lagasetningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. desember 2017 12:25 Flugvirkjar segjast hafa dregið af sínum kröfum. Vísir/sigurjón Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent