Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Bandaríkjamaðurinn Ryan Taylor hjá ÍR voru valin bestu leikmenn fyrri hluta tímabilsins.
Haukar eru í öðru sæti Domino's-deildar kvenna en Helena er með 19,4 stig, 15,1 frákast og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu til þessa.
Ryan Taylor hefur verið í lykilhlutverki hjá ÍR sem er ásamt Haukum og KR-ingum óvænt á toppi deildarinnar karlamegin. Taylor er með 23,5 stig og 10,5 fráköst að meðaltali í leik.
Borce Ilievski, ÍR, og Hildur Sigurðardóttir, Breiðabliki, voru valin bestu þjálfarar deildanna. ÍR fékk stuðningsmannaverðlauninn og Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn.
Bestu ungu leikmennirnir voru Ísabella Sigurðardóttir, Breiðabliki og Kári Jónsson, Haukum. Bestu varnarmennirnir voru Urald King, Val, og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni.
Viðtöl við flesta verðlaunahafa má sjá í myndböndunum hér fyrir neðan.
Þá voru úrvalslið karla og kvenna einnig valin og má sjá þau hér:
Úrvalslið karla:
Matthías Orri Sigurðarson - ÍR
Kári Jónsson - Haukar
Sigtryggur Arnar Björnsson - Tindastóll
Ryan Taylor - ÍR
Hlynur Bæringsson - Stjarnan
Úrvalslið kvenna:
Hallveig Jónsdóttir - Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík
Danielle Rodriguez - Stjarnan
Helena Sverrisdóttir- Haukar
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell
Bestu stuðningsmennirnir