Ráðast gegn losun koltvísýrings með hlutafjáraukningu upp á 1,5 milljarð Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 14:17 CRI er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki. carbon recycling international Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins. Umhverfismál Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins.
Umhverfismál Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira