Hinir grunuðu í einangrun til föstudags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2017 16:45 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna. Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna.
Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00