BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 09:00 Þessi Nissan Navara varð á vegi ljósmyndara í vesturbæ Reykjavíkur. Dæmi eru um að Navara-bílar af tilteknum árgerðum hafi brotnað í tvennt vegna tæringar í grind. Vísir Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur. Bílar Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur.
Bílar Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira