Tiger Woods snéri til baka með góðum hring: „Nú elska ég lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 10:30 Tiger Woods þakkar Justin Thomas fyrir hringinn. Vísir/Getty Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira