Tiger Woods snéri til baka með góðum hring: „Nú elska ég lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 10:30 Tiger Woods þakkar Justin Thomas fyrir hringinn. Vísir/Getty Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira