Maðurinn, sem sagður er hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásarinnar á Atatürk-flugvelli í tyrknesku stórborginni Istanbúl árið 2016, drapst í nýlegum aðgerðum lögreglu í Georgíu. Frá þessu segir talsmaður öryggislögreglu Georgíu. New York Times segir frá.
45 manns létu lífið og 160 manns særðust í árásinni sem gerð var þann 28. júní á síðasta ári. Þrír menn hófu þá skothríð á flugvellinum áður en þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp.
Öryggislögregla Georgíu segir að maðurinn, sem grunaður er um að hafa verið höfuðpaurinn, hafi einnig sprengt sjálfan sig í loft upp eftir um tuttugu klukkustunda langt umsátur lögreglu fyrir utan höfuðborgina Tbilísí í síðastu viku.
Tveir grunaðir hryðjuverkamenn til viðbótar og lögreglumaður létu einnig lífið í aðgerðum lögreglu.
