Heimir: Fékk leikgreiningu Freys þremur mínútum eftir dráttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:28 Heimir Hallgrímsson í salnum í Moskvu í dag, ásamt Guðna Bergssyni og Klöru Bjartmarz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05