Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2017 07:00 Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira