Heimir við erlenda fjölmiðla: „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2017 20:30 Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA „Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47