VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 10:12 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stéttarfélag VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni, alþingismanni Pírata, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu VR. VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Launahækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. Stéttarfélagið telur að hækkunin sé ekki í takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði og er þess krafist að ákvörðunin verði ógild með dómi. Í tilkynningunni segir: „Þegar fréttir bárust af ákvörðun kjararáðs var hún strax fordæmd um allt þjóðfélagið, jafnvel þannig að sjálfur forseti Íslands neitaði að taka við hækkuninni. Þjóðin vænti þess að stjórnvöld myndu strax láta afturkalla ákvörðunina með öllum tiltækum ráðum og lagasetningu ef á þyrfti að halda.“ „VR telur að kjararáð hafi ekki farið að lögum við ákvörðun sína enda standi það skýrum stöfum í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 47/2006 um kjararáð að ráðið skuli við ákvarðanatöku „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Í ákvörðun kjararáðs er hvergi minnst á hver þróun kjaramála á vinnumarkaði hafi verið þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um það. Rökstuðningur kjararáðs getur því ekki talist annað en geðþóttaákvörðun um laun æðstu handhafa löggjafar- og framkvæmdavalds á Íslandi.“ Vísir greindi frá því í október á þessu ári að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vildi kæra kjararáð fyrir hækkun á launum þingmanna og ráðherra. „Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst.“Tilkynninguna má lesa í heild á síðu VR. Tengdar fréttir Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð Hækkaði laun ráðamanna tvöfalt meira en 70 prósent launafólks hafa mátt sætta sig við. 24. október 2017 15:41 Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Stéttarfélag VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni, alþingismanni Pírata, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu VR. VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Launahækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. Stéttarfélagið telur að hækkunin sé ekki í takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði og er þess krafist að ákvörðunin verði ógild með dómi. Í tilkynningunni segir: „Þegar fréttir bárust af ákvörðun kjararáðs var hún strax fordæmd um allt þjóðfélagið, jafnvel þannig að sjálfur forseti Íslands neitaði að taka við hækkuninni. Þjóðin vænti þess að stjórnvöld myndu strax láta afturkalla ákvörðunina með öllum tiltækum ráðum og lagasetningu ef á þyrfti að halda.“ „VR telur að kjararáð hafi ekki farið að lögum við ákvörðun sína enda standi það skýrum stöfum í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 47/2006 um kjararáð að ráðið skuli við ákvarðanatöku „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Í ákvörðun kjararáðs er hvergi minnst á hver þróun kjaramála á vinnumarkaði hafi verið þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um það. Rökstuðningur kjararáðs getur því ekki talist annað en geðþóttaákvörðun um laun æðstu handhafa löggjafar- og framkvæmdavalds á Íslandi.“ Vísir greindi frá því í október á þessu ári að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vildi kæra kjararáð fyrir hækkun á launum þingmanna og ráðherra. „Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst.“Tilkynninguna má lesa í heild á síðu VR.
Tengdar fréttir Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð Hækkaði laun ráðamanna tvöfalt meira en 70 prósent launafólks hafa mátt sætta sig við. 24. október 2017 15:41 Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð Hækkaði laun ráðamanna tvöfalt meira en 70 prósent launafólks hafa mátt sætta sig við. 24. október 2017 15:41
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38