Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2017 10:21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Vísir/Ernir Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50
Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00