Breska fyrirsætan og aktívistinn hefur átt mjög gott ár sem meðal annars fékk þann heiður að prýða forsíðu fyrsta breska Vogue undir stjórn nýs ritstjóra, var í Pirelli dagatalinu fræga og gengið tískupallinn og prýtt herferðir helstu tískuhúsa í heiminum í dag.
Adwoa Aboah er 25 ára og heldur úti samtökunum Gurls Talk. Við eigum án efa eftir að sjá meira af henni í framtíðinni.


