Tók mömmu sína með á rauða dregilinn Ritstjórn skrifar 6. desember 2017 14:45 Glamour/Getty Fyrirsætan fræga Naomi Campbell lét sig ekki vanta á bresku tískuverðlaunin sem fóru fram í Bretlandi um helgina. Gestur hennar vakti athygli en hún tók móður sína með á viðburðinn, og sjaldan hefur orðatiltækið um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni á jafn vel við. Móðir Campbell heitir Valerie Morris og er 65 ára gömul en margir miðlar hafa haft orð á því að þær mæðgurnar hljóta að hafa fundið hinn margrómaða æskubrunn. Campbell er 47 ára gömul. Það er ekki oft sem Morris mætir á viðburði með dóttur sinni en þær mæðgur voru svo sannarlega stórglæsilegar á rauða dreglinum eins og þessar myndir sýna. Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Victoria Beckham kann að gera grín af sjálfri sér Glamour Sex hlutir til að gera í óveðrinu Glamour Passa sig Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kim Kardashian er nýtt andlit snyrtivörulínu Pat McGrath Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour
Fyrirsætan fræga Naomi Campbell lét sig ekki vanta á bresku tískuverðlaunin sem fóru fram í Bretlandi um helgina. Gestur hennar vakti athygli en hún tók móður sína með á viðburðinn, og sjaldan hefur orðatiltækið um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni á jafn vel við. Móðir Campbell heitir Valerie Morris og er 65 ára gömul en margir miðlar hafa haft orð á því að þær mæðgurnar hljóta að hafa fundið hinn margrómaða æskubrunn. Campbell er 47 ára gömul. Það er ekki oft sem Morris mætir á viðburði með dóttur sinni en þær mæðgur voru svo sannarlega stórglæsilegar á rauða dreglinum eins og þessar myndir sýna.
Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Balmain og HM í samstarf Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Victoria Beckham kann að gera grín af sjálfri sér Glamour Sex hlutir til að gera í óveðrinu Glamour Passa sig Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kim Kardashian er nýtt andlit snyrtivörulínu Pat McGrath Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour