Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2017 22:00 Það var gaman hjá leikmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira