Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun munu liggja fyrir í dag. Fundað verður hjá ríkissáttasemjara í dag til að reyna að ná sáttum.
„Það liggur ekki fyrir hvenær vinnustöðvunin myndi hefjast ef hún verður samþykkt. Það skýrist þegar niðurstöðurnar koma í ljós,“ segir Gunnar R. Jónsson, varaformaður Flugvirkjafélags Íslands.
Rafræn kosning hófst í fyrradag. Deilan snýr aðeins að flugvirkjum sem starfa hjá Icelandair. Félagið hefur boðað til fundar á mánudag þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna, úrslit kosningarinnar og framhaldið verður kynnt.
Deilu flugvirkja og Icelandair var vísað til sáttasemjara 8. september. Á borði sáttasemjara er einnig deila Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair og deila flugvirkja og Air Atlanta Icelandic.
Úrslit kosningar flugvirkja í dag

Tengdar fréttir

Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja
Deilur flugvirkja Icelandair við Samtök atvinnulífsins gefa tóninn í kjaraviðræðum sem fram undan eru í vetur. Forsvarsmenn SA telja ekkert svigrúm til launahækkana en flugvirkjar sætta sig ekki við litla hækkun í anda SALEK.