Enska upprisan í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Liverpool endaði riðlakeppnina á 7-0 sigri. Vísir/Getty Fimm lið frá Englandi verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn. Manchester-liðin City og United, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll komin í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fjögur fyrstnefndu liðin unnu sinn riðil en Chelsea lenti í 2. sæti C-riðils á eftir Roma. Þetta er í fyrsta sinn sem fimm lið frá sama landinu komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Raunar er þetta bara í annað sinn sem fimm lið frá sama landi taka þátt í riðlakeppninni. Spánn átti einnig fimm fulltrúa á þarsíðasta tímabili.The Champions League Last 16 Man Utd Basel PSG Bayern Roma Chelsea Barca Juve Lpool Sevilla Man City Shakhtar Besiktas Porto Spurs Real Madrid pic.twitter.com/5K1YeQzmru — GeniusFootball (@GeniusFootball) December 6, 2017 Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni undanfarin ár hefur ekki verið merkilegt. Fimm ár eru síðan lið frá Englandi (Chelsea) varð Evrópumeistari og síðan þá hafa aðeins tvö ensk lið, Chelsea 2014 og Manchester City 2016, komist í undanúrslit keppninnar. Á síðasta tímabili hélt Leicester City uppi heiðri ensku liðanna með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. City og Arsenal féllu út í 16-liða úrslitum en Tottenham komst ekki upp úr sínum riðli. Þrír af fimm fulltrúum Englands í Meistaradeildinni í ár voru ekki einu sinni með á síðasta tímabili. Ensku liðin töpuðu aðeins þremur af 30 leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Þar af tapaði City fyrir Shakhtar Donetsk í þýðingarlausum leik fyrir Manchester-liðið í fyrradag. Ensku liðin voru með 70% vinningshlutfall í riðlakeppninni í ár. Til samanburðar var vinningshlutfall spænsku liðanna 45,8%, ítölsku liðanna 44,4% og þeirra þýsku 38,8%.4 - This is the first time since 2006-07 that four English sides have finished first in their respective groups in a single Champions League campaign. Charge. pic.twitter.com/iTBodKTqH6 — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017 Tottenham, sem komst ekki upp úr sínum riðli í fyrra, fékk flest stig allra liða í riðlakeppninni, eða 16 talsins. Spurs var í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid og Borussia Dortmund svo árangur Lundúnaliðsins er framúrskarandi. Ensku liðin skoruðu alls 80 mörk í riðlakeppninni. Liverpool var markahæsta enska liðið með 23 mörk. Aðeins Paris Saint-Germain skoraði meira (25 mörk). Liverpool skoraði tvisvar sinnum sjö mörk í leik; gegn Maribor á útivelli og gegn Spartak Moskvu á heimavelli í fyrradag. Þetta enska haust gleymist samt fljótt ef árangurinn í útsláttarkeppninni næsta vor verður ekki góður. Það getur margt breyst á þeim rúmu þremur mánuðum sem eru þar til 16-liða úrslitin hefjast. En frammistaðan í riðlakeppninni gefur allavega góð fyrirheit.5 - England are the first nation to have five different teams qualify for the Last 16 of the Champions League (since 2003-04). Party. — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Fimm lið frá Englandi verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn. Manchester-liðin City og United, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll komin í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fjögur fyrstnefndu liðin unnu sinn riðil en Chelsea lenti í 2. sæti C-riðils á eftir Roma. Þetta er í fyrsta sinn sem fimm lið frá sama landinu komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Raunar er þetta bara í annað sinn sem fimm lið frá sama landi taka þátt í riðlakeppninni. Spánn átti einnig fimm fulltrúa á þarsíðasta tímabili.The Champions League Last 16 Man Utd Basel PSG Bayern Roma Chelsea Barca Juve Lpool Sevilla Man City Shakhtar Besiktas Porto Spurs Real Madrid pic.twitter.com/5K1YeQzmru — GeniusFootball (@GeniusFootball) December 6, 2017 Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni undanfarin ár hefur ekki verið merkilegt. Fimm ár eru síðan lið frá Englandi (Chelsea) varð Evrópumeistari og síðan þá hafa aðeins tvö ensk lið, Chelsea 2014 og Manchester City 2016, komist í undanúrslit keppninnar. Á síðasta tímabili hélt Leicester City uppi heiðri ensku liðanna með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. City og Arsenal féllu út í 16-liða úrslitum en Tottenham komst ekki upp úr sínum riðli. Þrír af fimm fulltrúum Englands í Meistaradeildinni í ár voru ekki einu sinni með á síðasta tímabili. Ensku liðin töpuðu aðeins þremur af 30 leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Þar af tapaði City fyrir Shakhtar Donetsk í þýðingarlausum leik fyrir Manchester-liðið í fyrradag. Ensku liðin voru með 70% vinningshlutfall í riðlakeppninni í ár. Til samanburðar var vinningshlutfall spænsku liðanna 45,8%, ítölsku liðanna 44,4% og þeirra þýsku 38,8%.4 - This is the first time since 2006-07 that four English sides have finished first in their respective groups in a single Champions League campaign. Charge. pic.twitter.com/iTBodKTqH6 — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017 Tottenham, sem komst ekki upp úr sínum riðli í fyrra, fékk flest stig allra liða í riðlakeppninni, eða 16 talsins. Spurs var í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid og Borussia Dortmund svo árangur Lundúnaliðsins er framúrskarandi. Ensku liðin skoruðu alls 80 mörk í riðlakeppninni. Liverpool var markahæsta enska liðið með 23 mörk. Aðeins Paris Saint-Germain skoraði meira (25 mörk). Liverpool skoraði tvisvar sinnum sjö mörk í leik; gegn Maribor á útivelli og gegn Spartak Moskvu á heimavelli í fyrradag. Þetta enska haust gleymist samt fljótt ef árangurinn í útsláttarkeppninni næsta vor verður ekki góður. Það getur margt breyst á þeim rúmu þremur mánuðum sem eru þar til 16-liða úrslitin hefjast. En frammistaðan í riðlakeppninni gefur allavega góð fyrirheit.5 - England are the first nation to have five different teams qualify for the Last 16 of the Champions League (since 2003-04). Party. — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira