Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. desember 2017 08:00 Theresa May og Jean Claude Juncker voru hæstánægð á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Getty Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út. Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út.
Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17
Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20