Sjómennskan er ekkert grín hjá Chanel Ritstjórn skrifar 9. desember 2017 08:00 Glamour/Getty Karl Lagerfeld fór aftur á staðinn þar sem hann fæddist, Hamborg í Þýskalandi, fyrir vetrarlínu tískuhússins 2018. Flíkurnar voru margar hverjar mjög álitlegar, eins og prjónapeysan fyrir alla fjölskylduna, úr skoskri kasmírull. Sýningin fór fram í nýrri byggingu hönnunarteymisins Herzog DeMeuron, með útsýni yfir höfnina. Innblásturinn frá höfninni og sjómennsku mátti svo greina í sýningunni í smáatriðum eins og kaskeitum, bróderuðum akkerum og gámatöskum.Hér er brot af því besta sem okkur fannst standa upp úr frá Chanel Gámatöskur Töskurnar sem voru áberandi á sýningunni litu út eins og vöruflutningsgámar, að sjálfsögðu með stóru Chanel merki.Mary Poppins - skórKvenlegir hælaskór með reimum, skreyttir með perlum og mjórri tá.Gróf prjónapeysa Dökkblá prjónapeysa sem mátti sjá í ýmsum útgáfum á pallinum og fyrir konur, karla og börn. Minnti óneitanlega á duggarapeysuna frá Ellingsen. Hinn sjö ára Hudson Kroenig, guðsonur Karl Lagerfeld, stal eins og venjulega senunni.Útvíðar og stuttar buxur Er þetta snið komið til að vera? Karl bauð upp á þessar útvíðu og stuttu buxur í ull, gallaefni og glansandi efni.Fléttur og svarta slaufurEr jólagreiðslan komin? Snillingurinn Sam McKnight sá um hárið á fyrisætunum. Fastar fiskifléttur og síðir svartir silkiborðar sem komu mjög vel út.STELUM STÍLNUM Mest lesið Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Danska fyrirsætan Amanda Norgaard á forsíðu Glamour Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Gigi Hadid nýtt andlit Topshop Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Skreytum okkur með skartgripum Glamour
Karl Lagerfeld fór aftur á staðinn þar sem hann fæddist, Hamborg í Þýskalandi, fyrir vetrarlínu tískuhússins 2018. Flíkurnar voru margar hverjar mjög álitlegar, eins og prjónapeysan fyrir alla fjölskylduna, úr skoskri kasmírull. Sýningin fór fram í nýrri byggingu hönnunarteymisins Herzog DeMeuron, með útsýni yfir höfnina. Innblásturinn frá höfninni og sjómennsku mátti svo greina í sýningunni í smáatriðum eins og kaskeitum, bróderuðum akkerum og gámatöskum.Hér er brot af því besta sem okkur fannst standa upp úr frá Chanel Gámatöskur Töskurnar sem voru áberandi á sýningunni litu út eins og vöruflutningsgámar, að sjálfsögðu með stóru Chanel merki.Mary Poppins - skórKvenlegir hælaskór með reimum, skreyttir með perlum og mjórri tá.Gróf prjónapeysa Dökkblá prjónapeysa sem mátti sjá í ýmsum útgáfum á pallinum og fyrir konur, karla og börn. Minnti óneitanlega á duggarapeysuna frá Ellingsen. Hinn sjö ára Hudson Kroenig, guðsonur Karl Lagerfeld, stal eins og venjulega senunni.Útvíðar og stuttar buxur Er þetta snið komið til að vera? Karl bauð upp á þessar útvíðu og stuttu buxur í ull, gallaefni og glansandi efni.Fléttur og svarta slaufurEr jólagreiðslan komin? Snillingurinn Sam McKnight sá um hárið á fyrisætunum. Fastar fiskifléttur og síðir svartir silkiborðar sem komu mjög vel út.STELUM STÍLNUM
Mest lesið Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Danska fyrirsætan Amanda Norgaard á forsíðu Glamour Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Gigi Hadid nýtt andlit Topshop Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Skreytum okkur með skartgripum Glamour