Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/AFP Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019. Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019.
Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00