Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili.
Emelía sleit krossbönd í hné í leik gegn Skallagrími á dögunum. Karfan.is greinir frá.
Emelía var með 10,0 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik í Domino's deildinni í vetur.
Hún sló í gegn á síðasta tímabili, þegar Keflavík varð Íslands- og bikarmeistari, og vann sér sæti í íslenska landsliðinu.
Keflavík er í 2. sæti Domino's deildarinnar með 14 stig eftir 12 umferðir.
Tímabilið búið hjá Emelíu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
