Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2017 02:29 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879 Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39
Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33