Trump lætur Theresu May heyra það á Twitter Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 08:48 Theresa May og Donald Trump á G20 fundi í Hamborg í sumar. vísir/getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, heyra það á Twitter í gærkvöldi eftir að hún gagnrýndi hann fyrir að dreifa boðskap hægri öfgamanna á samfélagsmiðlinum í gær. Bandaríkjaforseti endurtísti (e. retweet) myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, hafði deilt á Twitter. Deildi Trump myndböndum sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum en Bandaríkjaforseti er með 43 milljónir fylgjenda á Twitter. Talsmaður Theresu May sagði í gær að það hefði verið rangt af Trump að deila þessu efni á Twitter og að breski forsætisráðherrann fordæmdi þessi tíst Bandaríkjaforseta. Trump beindi síðan spjótum sínum á Twitter gegn May þar sem hann sagði henni að einbeita sér ekki að honum heldur að hryðjuverkastarfsemi í Bretlandi. „Theresa May, ekki einbeita þér að mér heldur að róttækri hryðjuverkastarfsemi íslamista í Bretlandi. Það er í góðu lagi með okkur!“ tísti Trump í gærkvöldi. Hvaða áhrif þetta mun hafa á samband leiðtoganna tveggja á enn eftir að koma í ljós en mikil reiði braust út í Bretlandi í gær út af endurtístum Trump á boðskap Britain First. Þannig kölluðu margir eftir því, ekki síst þingmenn Verkamannaflokksins, að boð breskra stjórnvalda um að Trump komi þangað í opinbera heimsókn verði afturkallað. Það hefur ekki verið gert..@Theresa_May, don't focus on me, focus on the destructive Radical Islamic Terrorism that is taking place within the United Kingdom. We are doing just fine!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2017 Tengdar fréttir Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti þremur myndböndum frá breska stjórnmálaflokknum Britain First. Um er að ræða stjórnmálaflokk sem hefur ítrekað falsað myndir og birt myndbönd undir falskri yfirskrift til að koma höggi á múslim 30. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, heyra það á Twitter í gærkvöldi eftir að hún gagnrýndi hann fyrir að dreifa boðskap hægri öfgamanna á samfélagsmiðlinum í gær. Bandaríkjaforseti endurtísti (e. retweet) myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, hafði deilt á Twitter. Deildi Trump myndböndum sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum en Bandaríkjaforseti er með 43 milljónir fylgjenda á Twitter. Talsmaður Theresu May sagði í gær að það hefði verið rangt af Trump að deila þessu efni á Twitter og að breski forsætisráðherrann fordæmdi þessi tíst Bandaríkjaforseta. Trump beindi síðan spjótum sínum á Twitter gegn May þar sem hann sagði henni að einbeita sér ekki að honum heldur að hryðjuverkastarfsemi í Bretlandi. „Theresa May, ekki einbeita þér að mér heldur að róttækri hryðjuverkastarfsemi íslamista í Bretlandi. Það er í góðu lagi með okkur!“ tísti Trump í gærkvöldi. Hvaða áhrif þetta mun hafa á samband leiðtoganna tveggja á enn eftir að koma í ljós en mikil reiði braust út í Bretlandi í gær út af endurtístum Trump á boðskap Britain First. Þannig kölluðu margir eftir því, ekki síst þingmenn Verkamannaflokksins, að boð breskra stjórnvalda um að Trump komi þangað í opinbera heimsókn verði afturkallað. Það hefur ekki verið gert..@Theresa_May, don't focus on me, focus on the destructive Radical Islamic Terrorism that is taking place within the United Kingdom. We are doing just fine!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2017
Tengdar fréttir Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti þremur myndböndum frá breska stjórnmálaflokknum Britain First. Um er að ræða stjórnmálaflokk sem hefur ítrekað falsað myndir og birt myndbönd undir falskri yfirskrift til að koma höggi á múslim 30. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti þremur myndböndum frá breska stjórnmálaflokknum Britain First. Um er að ræða stjórnmálaflokk sem hefur ítrekað falsað myndir og birt myndbönd undir falskri yfirskrift til að koma höggi á múslim 30. nóvember 2017 07:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila