Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2017 11:45 Fyrri ríkisstjórn ætlaði að tvöfalda kolefnisgjald á eldsneyti. Ný ríkisstjórn stefnir að helmingshækkun. Vísir/Pjetur Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er sagt leiðarljós loftslagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar í stjórnarsáttmála hennar. Engu síður á að draga úr hækkun kolefnisgjalds frá því sem boðað var í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar. Meginforsenda loftslagsstefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að koma í veg fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins. Því stendur ógn af tveimur álagsþáttum sem tengjast loftslagsbreytingum, hlýnun sjávar og súrnun hans vegna aukins styrks koltvísýrings í lofthjúpnum. „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn,“ segir í stjórnarsáttmálanum. Þegar Parísarsamkomulagið var samþykkt í lok árs 2015 var aðalmarkmið þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnvæðingu. Kyrrahafsríki sem eru sérstaklega í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C. Með þetta metnaðarfyllra markmið að leiðarljósi ætlar ríkisstjórnin að draga úr losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Kolefnishlutleysi verði náð tíu árum síðar.Hækka kolefnisgjaldið minna en til stóð Kolefnishlutleysið á að nást með „varanlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda“ en einnig með „breyttri landnotkun í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og með hliðsjón af vistkerfisnálgun og skipulagssjónarmiðum“. Þar er væntanlega vísað til aðgerða til að endurheimta votlendi sem ræst var fram á 20. öld. Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð. Í aðgerðaáætlun verða meðal annars sett markmið um samgöngur og hlutfall ökutækja sem ganga fyrir vistvænni orku í bílaflota landsmanna. Í því samhengi vekur athygli að ný ríkisstjórn ætlar að draga úr hækkun kolefnisgjalds á jarðefnaeldsneyti sem fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði boðið.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Í stjórnarsáttmálanum er þannig mælt fyrir um að kolefnisgjaldið verði hækkað um 50% strax í upphafi kjörtímabilsins. Í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fráfarandi fjármálaráðherra, var hins vegar kveðið á um tvöföldun gjaldsins. Eftir að stjórnin féll héldu nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna því fram að þeir hefðu ekki stutt frumvarpið, meðal annars vegna kolefnisgjaldsins. Flokkarnir þrír segja þó í sáttmálanum að kolefnisgjaldið verði hækkað áfram á næstu árum „í takt við væntanlega aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá standi til að fækka undanþágum frá kolefnisgjaldinu. Ekkert er minnst á önnur gjöld á jarðefnaeldsneyti eins og vörugjöld á bensín og dísilolíu sem áttu einnig að hækka samkvæmt fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Einnig er almennt talað um að tímabært sé að huga að heildarendurskoðun gjaldtöku í samgöngum, svokölluðum grænum sköttum og skattaívilnunum, þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum.Bruni skemmtiferðaskipa á svartolíu hefur verið gagnrýnd. Nú á að banna svartolíu í efnahagslögsögunni og að styðja við áætlanir um rafvæðingu hafna.Vísir/StefánBanna svartolíu í efnahagslögsögunni Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að styðja við atvinnugreinar, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í þeirri viðleitni að setja sér loftslagsmarkmið. Allar stærri áætlanir ríkisins verða metnar út frá loftslagsmarkmiðum. Ívilnanir til nýfjárfestinga eru sagðar munu byggjast á því að verkefnin hafi verið metin út frá loftslagsáhrifum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um samdrátt í gróðurhúsalofttegundum. Lögð verði áhersla á þátttöku allra geira samfélagsins og almennings í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stutt verði við nýsköpun á þessu sviði. Þá vil nýja stjórnin stuðla að orkunýtni í atvinnulífinu, innleiðingu alþjóðlegra samninga um vernd hafsins, græn skref í ríkisrekstri og loftslagssjóð og stefnt að banni við notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands. Í kafla stjórnarsáttmálans um byggðamál er einnig talað um að styðja við áætlanir um rafvæðingu hafna. Gagnrýnt hefur verið að stór skemmtiferðaskip brenni jarðefnaeldsneyti þegar þau liggja við íslenskar hafnir þar sem ekki hefur verið hægt að tengja þau við rafmagn. Einnig verður gengið til samstarfs við sauðfjárbændur um kolefnisjöfnun greinarinnar í samræmi við aðgerðaáætlun þar um. Einnig verður unnið með öðrum atvinnugreinum að sambærilegum verkefnum. Ríkisstjórnin ætlar að móta langtímaorkustefnu í samráði við alla flokka á þingi. Þar á meðal annars að taka mið af stefnu um orkuskipti. Í samgöngukafla stjórnarsáttmálans er svo kveðið á um að almenningssamgöngur verði byggðar upp um allt land og að stutt verði við Borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eins telur stjórnin að auka þurfi möguleika gangandi og hjólandi vegfarenda í þéttbýli. Í sjávarútvegskafla stjórnarsáttmálans er talað um að stuðla þurfi að kolefnisjöfnun greinarinnar, til dæmis með auknum rannsóknum á endurnýjanlegri orku fyrir flotann. Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er sagt leiðarljós loftslagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar í stjórnarsáttmála hennar. Engu síður á að draga úr hækkun kolefnisgjalds frá því sem boðað var í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar. Meginforsenda loftslagsstefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að koma í veg fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins. Því stendur ógn af tveimur álagsþáttum sem tengjast loftslagsbreytingum, hlýnun sjávar og súrnun hans vegna aukins styrks koltvísýrings í lofthjúpnum. „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn,“ segir í stjórnarsáttmálanum. Þegar Parísarsamkomulagið var samþykkt í lok árs 2015 var aðalmarkmið þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnvæðingu. Kyrrahafsríki sem eru sérstaklega í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C. Með þetta metnaðarfyllra markmið að leiðarljósi ætlar ríkisstjórnin að draga úr losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Kolefnishlutleysi verði náð tíu árum síðar.Hækka kolefnisgjaldið minna en til stóð Kolefnishlutleysið á að nást með „varanlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda“ en einnig með „breyttri landnotkun í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og með hliðsjón af vistkerfisnálgun og skipulagssjónarmiðum“. Þar er væntanlega vísað til aðgerða til að endurheimta votlendi sem ræst var fram á 20. öld. Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð. Í aðgerðaáætlun verða meðal annars sett markmið um samgöngur og hlutfall ökutækja sem ganga fyrir vistvænni orku í bílaflota landsmanna. Í því samhengi vekur athygli að ný ríkisstjórn ætlar að draga úr hækkun kolefnisgjalds á jarðefnaeldsneyti sem fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði boðið.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Í stjórnarsáttmálanum er þannig mælt fyrir um að kolefnisgjaldið verði hækkað um 50% strax í upphafi kjörtímabilsins. Í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fráfarandi fjármálaráðherra, var hins vegar kveðið á um tvöföldun gjaldsins. Eftir að stjórnin féll héldu nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna því fram að þeir hefðu ekki stutt frumvarpið, meðal annars vegna kolefnisgjaldsins. Flokkarnir þrír segja þó í sáttmálanum að kolefnisgjaldið verði hækkað áfram á næstu árum „í takt við væntanlega aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá standi til að fækka undanþágum frá kolefnisgjaldinu. Ekkert er minnst á önnur gjöld á jarðefnaeldsneyti eins og vörugjöld á bensín og dísilolíu sem áttu einnig að hækka samkvæmt fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Einnig er almennt talað um að tímabært sé að huga að heildarendurskoðun gjaldtöku í samgöngum, svokölluðum grænum sköttum og skattaívilnunum, þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum.Bruni skemmtiferðaskipa á svartolíu hefur verið gagnrýnd. Nú á að banna svartolíu í efnahagslögsögunni og að styðja við áætlanir um rafvæðingu hafna.Vísir/StefánBanna svartolíu í efnahagslögsögunni Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að styðja við atvinnugreinar, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í þeirri viðleitni að setja sér loftslagsmarkmið. Allar stærri áætlanir ríkisins verða metnar út frá loftslagsmarkmiðum. Ívilnanir til nýfjárfestinga eru sagðar munu byggjast á því að verkefnin hafi verið metin út frá loftslagsáhrifum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um samdrátt í gróðurhúsalofttegundum. Lögð verði áhersla á þátttöku allra geira samfélagsins og almennings í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stutt verði við nýsköpun á þessu sviði. Þá vil nýja stjórnin stuðla að orkunýtni í atvinnulífinu, innleiðingu alþjóðlegra samninga um vernd hafsins, græn skref í ríkisrekstri og loftslagssjóð og stefnt að banni við notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands. Í kafla stjórnarsáttmálans um byggðamál er einnig talað um að styðja við áætlanir um rafvæðingu hafna. Gagnrýnt hefur verið að stór skemmtiferðaskip brenni jarðefnaeldsneyti þegar þau liggja við íslenskar hafnir þar sem ekki hefur verið hægt að tengja þau við rafmagn. Einnig verður gengið til samstarfs við sauðfjárbændur um kolefnisjöfnun greinarinnar í samræmi við aðgerðaáætlun þar um. Einnig verður unnið með öðrum atvinnugreinum að sambærilegum verkefnum. Ríkisstjórnin ætlar að móta langtímaorkustefnu í samráði við alla flokka á þingi. Þar á meðal annars að taka mið af stefnu um orkuskipti. Í samgöngukafla stjórnarsáttmálans er svo kveðið á um að almenningssamgöngur verði byggðar upp um allt land og að stutt verði við Borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eins telur stjórnin að auka þurfi möguleika gangandi og hjólandi vegfarenda í þéttbýli. Í sjávarútvegskafla stjórnarsáttmálans er talað um að stuðla þurfi að kolefnisjöfnun greinarinnar, til dæmis með auknum rannsóknum á endurnýjanlegri orku fyrir flotann.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49