Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er 38 ára og best þekktur undir gælunafninu Mummi. Landvernd Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram. Kosningar 2017 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram.
Kosningar 2017 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira