Kjörið viðurkenning fyrir íslenskt golf Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambandsins, segist ekki efast um að aðkoma sín að EGA muni gefa okkur hér á landi byr í seglin. vísir/stefán „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifamiklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evrópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsambandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópuríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum.Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni. Evrópska golfsambandið er regnhlífasamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheiminum sé kannski ekki ósvipað og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) er í knattspyrnuheiminum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
„Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifamiklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evrópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsambandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópuríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum.Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni. Evrópska golfsambandið er regnhlífasamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheiminum sé kannski ekki ósvipað og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) er í knattspyrnuheiminum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira