Washington Post: Krúttlegast að halda með Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 10:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á HM 2018. Vísir/Anton Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira