Heimsfaraldur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Sum verkefni eru slík að umfangi að þau virðast við fyrstu sýn nánast óyfirstíganleg. Engu að síður höfum við ítrekað séð hvernig einbeittur vilji ráðamanna og sameiningarmáttur þjóðanna hefur, jafnvel á ögurstundu, framkallað stórkostlega sigra. Nægir að nefna baráttuna við rýrnun ósonlagsins, útrýmingu mænuveiki og vinnuna sem farið hefur í að stöðva útbreiðslu HIV. Ekki minni verkefni blasa við okkar kynslóð. Loftslagsbreytingar, sýklalyfjaónæmi og misskipting auðs eru þar á meðal. Í Fréttablaðinu í gær finnum við sterka vísbendingu um annað slíkt verkefni en þar greindum við frá því hvernig notkun lyfja við sykursýki hefur þrefaldast á Íslandi frá aldamótum. Sambærileg aukning hefur átt sér stað víðast hvar annars staðar í heiminum, í þróunarríkjum og iðnvæddum ríkjum. „Það er faraldur sykursýki í heiminum,“ sagði yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum í samtali við Fréttablaðið. Læknirinn fór sannarlega ekki með rangt mál. Árið 1980 voru 108 milljónir manna með sykursýki í heiminum. Árið 2014 voru milljónirnar orðnar 422. Það ár var hnattrænt algengi sykursýki (18 ára og eldri) 8,5 prósent. Árið 2045 er gert ráð fyrir að 693 milljónir manna verði með sykursýki. Þessi sjúkdómur er ein helsta orsök sjónleysis, nýrnabilunar, hjartaáfalla og heilablóðfalla. Rúmlega 1,6 milljónir dauðsfalla árið 2015 er hægt að rekja til sykursýki. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða alþjóðavæðingu síðustu fimmtíu ára og tilheyrandi breytinga á umhverfi okkar, samfélagi og lifnaðarháttum. Kostnaðurinn sem fylgir heimsfaraldri sykursýki er gríðarlegur. Hann nemur tugþúsundum milljarða króna á ári. Í þessu felst mikil áskorun fyrir komandi kynslóðir, sérstaklega í ljósi hagþróunar þróunarríkja og aukins aðgengis að heilbrigðisþjónustu sem verður með tímanum dýrari og á endanum fallvölt. Faraldur sykursýki er ekki aðeins ógn við lýðheilsu, hann er einnig fjárhagslegt stórslys. Til að bregðast við þessu þarf margþætta íhlutun þar sem bæði er horft til hátternis einstaklingsins (mataræði, hreyfing o.fl.) og stefnumarkandi áherslna sem taka til matarframboðs og nærumhverfis okkar, eins og í gegnum deiliskipulag. Að öllum líkindum þarf meira til. Heimsfaraldur sykursýki byggir á afar flóknu samspili erfða, og þá sérstaklega utangenaerfða, og samfélagsgerðar. Í ljósi þessa mikla vandamáls er ekki nóg að hvetja til heilsusamlegri lifnaðarhátta, heldur verðum við að finna þá sem eru útsettir fyrir sykursýki, bæði út frá erfðasögu sinni og lífsstíl, og skima fyrir sjúkdóminum og þar með minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum verulega. Þannig þarf að leggjast í meiriháttar átak til að bæta greiningu og upplýsingar um sykursýki á Íslandi. Það eina sem þarf til er einbeittur vilji til að taka rökrétta ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Sum verkefni eru slík að umfangi að þau virðast við fyrstu sýn nánast óyfirstíganleg. Engu að síður höfum við ítrekað séð hvernig einbeittur vilji ráðamanna og sameiningarmáttur þjóðanna hefur, jafnvel á ögurstundu, framkallað stórkostlega sigra. Nægir að nefna baráttuna við rýrnun ósonlagsins, útrýmingu mænuveiki og vinnuna sem farið hefur í að stöðva útbreiðslu HIV. Ekki minni verkefni blasa við okkar kynslóð. Loftslagsbreytingar, sýklalyfjaónæmi og misskipting auðs eru þar á meðal. Í Fréttablaðinu í gær finnum við sterka vísbendingu um annað slíkt verkefni en þar greindum við frá því hvernig notkun lyfja við sykursýki hefur þrefaldast á Íslandi frá aldamótum. Sambærileg aukning hefur átt sér stað víðast hvar annars staðar í heiminum, í þróunarríkjum og iðnvæddum ríkjum. „Það er faraldur sykursýki í heiminum,“ sagði yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum í samtali við Fréttablaðið. Læknirinn fór sannarlega ekki með rangt mál. Árið 1980 voru 108 milljónir manna með sykursýki í heiminum. Árið 2014 voru milljónirnar orðnar 422. Það ár var hnattrænt algengi sykursýki (18 ára og eldri) 8,5 prósent. Árið 2045 er gert ráð fyrir að 693 milljónir manna verði með sykursýki. Þessi sjúkdómur er ein helsta orsök sjónleysis, nýrnabilunar, hjartaáfalla og heilablóðfalla. Rúmlega 1,6 milljónir dauðsfalla árið 2015 er hægt að rekja til sykursýki. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða alþjóðavæðingu síðustu fimmtíu ára og tilheyrandi breytinga á umhverfi okkar, samfélagi og lifnaðarháttum. Kostnaðurinn sem fylgir heimsfaraldri sykursýki er gríðarlegur. Hann nemur tugþúsundum milljarða króna á ári. Í þessu felst mikil áskorun fyrir komandi kynslóðir, sérstaklega í ljósi hagþróunar þróunarríkja og aukins aðgengis að heilbrigðisþjónustu sem verður með tímanum dýrari og á endanum fallvölt. Faraldur sykursýki er ekki aðeins ógn við lýðheilsu, hann er einnig fjárhagslegt stórslys. Til að bregðast við þessu þarf margþætta íhlutun þar sem bæði er horft til hátternis einstaklingsins (mataræði, hreyfing o.fl.) og stefnumarkandi áherslna sem taka til matarframboðs og nærumhverfis okkar, eins og í gegnum deiliskipulag. Að öllum líkindum þarf meira til. Heimsfaraldur sykursýki byggir á afar flóknu samspili erfða, og þá sérstaklega utangenaerfða, og samfélagsgerðar. Í ljósi þessa mikla vandamáls er ekki nóg að hvetja til heilsusamlegri lifnaðarhátta, heldur verðum við að finna þá sem eru útsettir fyrir sykursýki, bæði út frá erfðasögu sinni og lífsstíl, og skima fyrir sjúkdóminum og þar með minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum verulega. Þannig þarf að leggjast í meiriháttar átak til að bæta greiningu og upplýsingar um sykursýki á Íslandi. Það eina sem þarf til er einbeittur vilji til að taka rökrétta ákvörðun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun