Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 08:45 Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamanninn Charlie Rose um kynferðislega áreitni. Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra. Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra.
Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07