Guðni vitnaði í Stephan G í Hörpu: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2017 18:45 Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar. Forseti Íslands Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar.
Forseti Íslands Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira