Eftir á sagði hún samt þetta hafa verið eina erfiðustu stund ferils síns en þetta er í fimmta sinn sem Ming gengur tískupallinn fyrir undirfatafyrirtækið. Tískusýningin var haldin í Sjanghæ sem er hennar heimabær og öll stórfjölskyldan hennar því í salnum að horfa.
Fyrirsætan Gizele Oliveira gekk á eftir henni og hjálpaði henni að standa upp, sem reyndist þrautin þyngri í þessum búning.
Ming Xi var með hjartnæman póst á Instagramsíðu sinni þar sem hún þakkaði öllum fyrir falleg skilaboð og þakkaði kollegum sínum fyrir að stappa í sig stálinu baksviðs. En þrátt fyrir erfiða stund að hennar mati, er ekkert annað að gera en að standa upp og halda áfram veginn.



HERE'S MING XI FALLING BUT STILL LOOKING GORGEOUS AS HELL THAT'S HOW YOU DO IT!!! pic.twitter.com/7y1UahKSQr
— ella (@seriouslyella) 20 November 2017