Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 11:30 Sveinn Gestur Tryggvason í hvítum bol ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, þegar málið var þingfest í síðasta mánuði. Vísir/Anton Brink Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur. Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur.
Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02