Bjarni segir formenn leggja mikinn metnað í stjórnarsáttmálann Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 13:09 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent