Ætla að senda rohingjafólkið til baka Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:17 Minnst 600 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið til Bangladess og flestir þeirra halda til í flóttamannabúðum. Vísir/AFP Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri. Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri.
Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25
Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34