Aston Martin hagnast fyrsta sinni frá 2010 Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 11:03 Aston Martin DB11 er bíllinn sem mestan þátt hefur átt í hagnaði Aston Martin nú. Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent
Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent