Aston Martin hagnast fyrsta sinni frá 2010 Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 11:03 Aston Martin DB11 er bíllinn sem mestan þátt hefur átt í hagnaði Aston Martin nú. Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent
Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent