Málinu lokað í dag eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 11:12 Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
„Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49