Daníel Leó Grétarsson og Adam Örn Arnarson léku allan leikinn fyrir Aalesund. Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og lagði upp eitt marka Aalesund.
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði bæði mörk Molde sem gerði 2-2 jafntefli við Sarpsborg. Skagamaðurinn skoraði 16 mörk í norsku deildinni og var þriðji markahæsti leikmaður hennar. Molde endaði í 2. sæti deildarinnar.
2 goals to tonight - Man of the Match. 16 goals in the league 2017!#TeamTotalFootball pic.twitter.com/SL2Xo1Nw9t
— Total Football (@totalfl) November 26, 2017
Ingvar Jónsson stóð í marki Sandefjord fyrsta hálftímann í 1-3 tapi fyrir Lilleström. Sandefjord endaði í 13. sæti deildarinnar.