„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira