Varaformaður VG vonast til að meiri friður verði um stjórnmálin með samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:26 Frá fundi formannanna í ráðherrabústaðnum í liðinni viku. Þeir hittust aftur í morgun en málefnasamningurinn er nánast tilbúinn. vísir/ernir Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni. Kosningar 2017 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni.
Kosningar 2017 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira