Ísland verður í fyrsta sinn í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í Kremlín-höllinni í Moskvu en þrjú aðrar þjóðir munu enda í riðli með íslenska landsliðinu.
Auk þessa kemur í ljós í hvaða riðli Ísland verður næsta sumar þá verður að á hreinu hvar og hvenær íslenska landsliðið mun spila næsta sumar.
FIFA hefur nú sett saman myndband sem sem útskýrir nákvæmlega hvernig drátturinn fer fram á föstudaginn.
Það eru margir sem bíða spenntir eftir hvaða liðum Ísland mætir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Ísland gæti sem dæmi endaði í riðli með Suður-Ameríkurisa (Brasilíu eða Argentínu) og Evrópurisa (Spánn eða England).
Hægt er að horfa á myndbandið á Youtube-rás FIFA eða á heimasíðu FIFA.
#WorldCupDraw Procedures
Get the lowdown on Friday's Final Draw in Moscow br> https://t.co/XSRtowAVWC pic.twitter.com/8LbLR5CqS7
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 27, 2017