Fengu ekki ítarlega kynningu á málefnasamningnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 15:30 Þingflokkur Framsóknar vildi ekki leyfa ljósmyndurum að mynda fundinn í dag. Myndin er frá þingflokksfundi fyrr í mánuðinum. vísir/anton brink Það var gott hljóð í Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Framsóknarflokksins, þegar Vísir náði tali af honum eftir þingflokksfund í dag. Hann sagði fundinn hafa gengið vel en þar hefði þó ekki verið farið ítarlega í málefnasamning Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Ásmundur sagði þingflokkinn hafa fengið grófu línurnar í samningnum en annars hefði aðallega verið farið yfir tímaramma næstu daga. Aðspurður hvenær hann eigi von á því að þingflokkurinn fái ítarlegri kynningu á málefnasamningnum sagði hann að það verði allavega ekki í dag en þó fyrir miðstjórnarfund sem búið er að boða til á miðvikudag. Þá sagði Ásmundur að ekki hafi verið rætt um ráðherraskipan í þingflokknum. „Það verður ekki gert fyrr en ljóst er að málefnasamningurinn hafi hlotið samþykki í stofnunum flokkanna, eða ég ímynda mér það, því það er náttúrulega engum embættum til að skipta ef menn hafa ekki náð saman um málefnin og stofnanirnar hafa ekki samþykkt það,“ sagði Ásmundur. Honum líst vel ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum og segist skynja almenna jákvæðni gagnvart því.En hafa Framsóknarmenn ekki áhyggjur af þeirri ólgu sem er innan VG varðandi myndun þessarar ríkisstjórnar? „Ég held að þessi ríkisstjórn sé bara sterk og öflug og vonast til þess að málefnasamningurinn geri það að verkum að menn hafi náð málamiðlun í málum þannig að hún geti farið vel af stað. Ég er bara mjög bjartsýnn á það.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Það var gott hljóð í Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Framsóknarflokksins, þegar Vísir náði tali af honum eftir þingflokksfund í dag. Hann sagði fundinn hafa gengið vel en þar hefði þó ekki verið farið ítarlega í málefnasamning Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Ásmundur sagði þingflokkinn hafa fengið grófu línurnar í samningnum en annars hefði aðallega verið farið yfir tímaramma næstu daga. Aðspurður hvenær hann eigi von á því að þingflokkurinn fái ítarlegri kynningu á málefnasamningnum sagði hann að það verði allavega ekki í dag en þó fyrir miðstjórnarfund sem búið er að boða til á miðvikudag. Þá sagði Ásmundur að ekki hafi verið rætt um ráðherraskipan í þingflokknum. „Það verður ekki gert fyrr en ljóst er að málefnasamningurinn hafi hlotið samþykki í stofnunum flokkanna, eða ég ímynda mér það, því það er náttúrulega engum embættum til að skipta ef menn hafa ekki náð saman um málefnin og stofnanirnar hafa ekki samþykkt það,“ sagði Ásmundur. Honum líst vel ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum og segist skynja almenna jákvæðni gagnvart því.En hafa Framsóknarmenn ekki áhyggjur af þeirri ólgu sem er innan VG varðandi myndun þessarar ríkisstjórnar? „Ég held að þessi ríkisstjórn sé bara sterk og öflug og vonast til þess að málefnasamningurinn geri það að verkum að menn hafi náð málamiðlun í málum þannig að hún geti farið vel af stað. Ég er bara mjög bjartsýnn á það.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
„Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57
Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00