Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 15:50 Frá fundi formannanna í hádeginu í dag. vísir/ernir Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38