Erlend verslun að færast aftur heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 19:30 Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is. Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verslunarferðum Íslendinga til annarra landa og að erlend verslun sé að færast aftur heim, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Líklegasta skýringin séu erlendar hefðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Lögfræðingur hjá Neytendastofu biður fólk um að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleði landans.Erlendar hefðir að festa sig í sessi Kaupmenn hafa undanfarnar vikur auglýst útsölur sem aldrei fyrr en tilefnið eru stórir afsláttardagar sem allir eiga rætur sínar að rekja til útlanda, og virðast vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hvert sölumetið á fætur öðru hefur fallið, og fastlega er gert ráð fyrir að nýtt met falli í dag á rafrænum mánudegi, eða Cyber Monday, þar sem netverslanir bjóða afslætti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir að vissulega séu skiptar skoðanir á ágæti erlendra hefða hér á landi – sé það ljóst að neytendur fagni lægra vöruverði. „Þessir þrír stóru dagar núna í nóvember hafa að okkar mati haft þau áhrif að það er mun minni hvati til þess að fara í svokallaðar verslunarferðir til útlanda og fólk getur gert sömu reifarakaupin hér og það gerir annars staðar. Enda held ég að það sé alveg ljóst að það hefur dregið mjög úr verslunarferðum til borganna í kringum okkur og það má rekja til þess að fólk getur gert góð eða jafngóð kaup hérna heima,“ segir Andrés. Þá hafi dagarnir sömuleiðis haft jákvæð áhrif á jólaverslun. „Þetta hefur haft þau áhrif að jólaverslun dreifist meira. Þ.e stærri hluti jólaverslunarinnar verður í nóvembermánuði og það er jákvætt," segir hann.En er fólk að kaupa meira? „Örugglega. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman."Þórunn tekur fram að þó ábendingum hafi ekki fjölgað í ár - séu þær alltaf til staðar.Ekki allir sem standa sína plikt Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, tekur undir það að lægra vöruverð sé alltaf gleðiefni. Hins vegar séu dæmi um að verslanir misnoti sér kaupgleði Íslendinga og hækki verð rétt fyrir útsölur. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með og að hafa samband við stofnunina, telji það sig hafa verið svikið. „Í gegnum tíðina höfum við fengið mjög mikið af ábendingum um það og það eru neytendur sem hafa fylgst með vörunum og séð að þær eru á tilteknu verði,“ segir hún. „Við erum núna með til skoðunar ábendingar um að fyrirtæki hafi hreinlega hækkað verð og að verðið á útsölu sé í rauninni hærra en áður en útsalan byrjaði.“ Þórunn bendir á að hægt sé að senda ábendingar í gegnum vefsíðu Neytendastofu; www.neytendastofa.is.
Tengdar fréttir Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag en mikið kaupæði grípur jafnan Kínverja í tengslum við daginn. 11. nóvember 2017 08:48
Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00