Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 15:02 Sala á netmánudegi Heimkaupa er á við mánaðarsölu hjá fyrirtækinu. heimkaup Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics. Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics.
Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent